Flýtilyklar
Ósontæki
Almennt um óson
Óson er sameind sem samanstendur af þremur neikvætt hlöðnum súrefnisatómum. Óson sameindin er mjög óstöðug og hefur stuttan helmingunartíma sem veldur því að það breytist aftur í sitt upprunalegt horf eftir stutta stund samkvæmt eftirfarand jöfnu:
2O3 -> 3O2
Í grundvallaratriðum er óson sameind ekkert annað en súrefnis sameind sem hefur fengið auka súrefnisatóm með hárri rafspennu. Óson myndast nátturlega með sérstökum efnafræðilegum hætti. Þekktasta dæmið er ósonlagið þar sem óson myndast með útfjólubláum (UV) geislum sólar. Óson myndast einnig í þrumuveðrum vegna hárrar rafspennu sem fylgir slíkum veðrum. Ferska lyktin sem kemur eftir þrumuveður er vegna ósonmyndunar sem hreinsar loftið.
Þegar talað er um óson er ofangreind dæmi þau sem koma fyrst upp í hugann en það er minna þekkt að hægt er að framleiða tilbúið óson með útfjólubláum geilsum eða hárri spennu. Báðar aðferðir byggja á niðurbroti á súrefnis sameind. Þetta veldur því að súrefniseindir myndast sem geta bundist við súrefnis sameind og myndað óson (O3).
Óson er einn sterkasti þekkti oxarinn, það getur verið notað til að tæknilega brenna uppleyst efnasambönd (oxun). Auka súrefniseindin í óson sameind bindst fljótt við hvert efnasamband sem kemst í snertingu við óson sameindina. Þetta er vegna óstöðugleika ósons og tilhneigingu þess til að breytast aftur í súrefni, sitt upprunlega form. Bæði lífræn og ólífræn efni er hægt oxa með ósoni en einnig örverur eins og vírusa, bakteríur og sveppi. Auka súrefniseindin losnar þá frá óson sameindinni og bindst hinu efninu svo einungis verður eftir hreint og stöðugt súrefni (O2).
Afleiðingar af ofangreindum efnaeiginleikum ósons eru að hægt er að nota það í margvíslegum tilgangi. Aðalega er óson notað í hreinsun á fráveitum og drykkjarvatni. Notkun ósons í ýmiskonar iðngreinum fer vaxandi hvort það er til lyktareyðingar, vatnshreinsunar, sótthreinsunar eða til að afmá liti.
Stærsti kostur ósons er nátturlegi hreinliki þess, það oxar einungis efnin en býr afar sjaldan til einhver aukaefni og skilur aðeins eftir sig hreint súrefni.