Fráveitur

Við hefðbundna hreinsun á frárennsli er notast við svokallaða siturlögn á eftir rotþróm. Þannig er frárennslið hreinsað með því að láta það síast í gegnum malarbeð. Með því er komið í veg fyrir að úrgangs- og mengunarefni komist óhindruð út í umhverfið.

 
Hefðbundin fráveita
Í mörgum tilfellum er erfitt eða jafnvel ómögulegt að koma fyrir siturlögn á eftir rotþróm. Þetta getur stafað af ýmsum ástæðum, t.d. of hárri grunnvatnshæð, þéttleika byggðar, óhentugs jarðvegs ofl. Einnig hafa siturlagnir viljað stíflast fljótt og ekki virkað sem skildi. Þá þarf að grafa þær upp og sktipa um jarðveg með tilheyrandi kostnaði. Raf ehf. hefur á undanförnum árum þróað ósonhreinsibúnaði til að fullhreinsa fráveituvatn frá rotþróm svo það megi renna beint út í nánasta umhverfi.
Ósonhreinsilausn frá Raf ehf.
Ósonhreinsibúnaðurinn skiptist í tvo hluta:
  1. Ósontækjabúnaður sem er staðsettur í aðstöðuhúsi nálægt hreinsiþrónni og framleiðir ósonloftið sem síðan er notað til hreinsunar á frárennsli ofan í hreinsiþrónni.
  2. Ósonhreinsiþró sem er sérhönnuð til hreinsunar á frárennsli með ósoni og er höfð strax á eftir þeirri rotþró sem fyrir er.
Í ósontækjabúnaðinum er ósonið framleitt úr súrefni með þar til gerðum tækjum. Tryggt er að ósonið nái ekki eitruðum styrk í námunda við tækjabúnaðinn með ósonnema. Ósonið er síðan leitt í ósonhreinsiþróna þar sem ósonið drepur niður gerla og bakteríur og hreinsiferlið skilur aðeins eftir sig nátturlegt súrefni en engin aukaefni. Ósonhreinsiþróin er því fullkomlega umhverfisvæn lausn.
 
Á þeim stöðum þar sem ósonhreinsibúnaðurinn hefur verið í notkun hafa niðurstöður mælinga sýnt fram á að hann hefur hreinsað fráveituvatnið það vel að það er orðið hreinna heldur en viðtakinn sem tekur við fráveituvatninu.
Niðurstöður ósonhreinsunar á fráveitu
 
 
-----          Kynningarmyndband          -----

Svæði

Raf ehf | Bæjarhrauni 20 | 220 Hafnarfirði | Tel: +354 462 6400 | raf@rafehf.is

Staðsetning