Lofthreinsun

Hægt er að hreinsa andrúmsloft með því að blanda ósoni saman við það. Þannig má drepa bakeríur, minnka sjúkdómahættu og eyða burt ólykt.

Flugur og önnur skordýr þola ekki við í ósonblönduðu andrúmslofti og því er hægt að halda slíkum skaðvöldum í skefjum með ósonhreinsun.

Rannsóknir hafa sýnt að með því að blanda ósoni í andrúmsloft eldishúsa í landbúnaði má minnka verulega sjúkdómahættu, dýrin þrífast betur og aukin vaxtahraði næst. 

Einnig er hægt að nota óson til sótthreinsunar. Ósoninu er þá blandað í miklum styrk og látið standa í sólahring og loftræst síðan vel á eftir. Þetta henntar t.d. vel í landbúnaði þegar sótthreinsa á rými áður en ný dýr eru sett inn.

Ósontækin er hægt að fá í mismunandi stórum einingum og því alltaf hægt að raða saman tæki sem henta öllum fyrirtækjum jafnt stórum sem smáum. Það eina sem búnaðurinn þarf er hreint rými með góðri loftræstingu.

Ósontækin eru búin skynjurum, sem tryggja réttan ósonstyrk, svo mönnum og dýrum stafar ekki hætta af ósoninu.

 -----          Kynningarmyndband          ----- 

 

Dæmi um óson lofthreinsun:

  • Lyktareyðing í hausaþurrkunum
  • Lyktareyðing frá verksmiðjum
  • Lyktareyðing frá bræðslum
  • Lyktareyðing eftir brunatjón
  • Lofthreinsun í vinnslusal
  • Lofthreinsun í eldishúsum
  • Sótthreinsun í eldishúsum
  • Hreinsun á myglusvepp í húsum

Svæði

Raf ehf | Bæjarhrauni 20 | 220 Hafnarfirði | Tel: +354 462 6400 | raf@rafehf.is

Staðsetning