Sundlaugar

Með öflugri ósontækjum og blöndunarbúnaði hefur ósonhreinsun á sundlaugum verið að ryðja sér rúms. Með réttri hönnun og uppsetningu á ósonhreinsuninni er hægt að nota eingöngu óson til að hreinsunar á sundlaugum og heitum pottum.

Kostir ósons í samanburði við klór

  • Ósonhreinsun myndar engin skaðleg aukaefni eða efnasambönd og heldur skilur aðeins eftir sig nátturlegt súrefni.
    (Klór er þekkt fyrir að mynda aukaefni (klóramín, THM-efni) sem tengd eru við auknar líkur á astma, lungnaskaða, fósturláta, krabbameins ofl. samkvæmt rannsóknum í USA; Kanada, Noregi, Ástralíu og Belgíu).
  • Ósonhreinsun eykur ekki uppleyst fastefni og mun binda nátturefni saman (skít, fitu, olíur ofl.) sem eykur skilvirkni síukerfisins svo laugin verður hreinni og tærari.
  • Ósonhreinsun veldur ekki lykt af baðvatninu og engin lykt finnst í yfirborðinu.
  • Óson drepur bakteríur og aðrar örverur hraðar og er skilvirkara í að drepa vírusa.
  • Óson myndar engin skaðleg aukaefni og þess vegna þarf enga sérstaka hreinsun á frárennslið úr sundlaugum
    (Frárennsli úr klórheinsuðum sundlaugum þarf að hreinsa og meðhöndla áður en því er veitt út í nátturuna).
  • Óson veldur ekki eins miklum skemmdum á lögnum og búnaði og minnkar því viðhald verulega.
Ósonsamanburður
Samanburður á hreinsiaðferðum
 

Af hverju er ekki löngu farið að nota óson

Það er ekki hægt að flytja óson og því þarf að framleiða það á staðnum. Stofnkostnaður við ósonhreinsun er því mun hærri en við hefðbunda klórhreinsun. Þessi kostnaður ætta að skila sér til baka aftur með sparnaði í efniskaupum og minna viðhaldi auk þess að fá eftirsóknaverðari, hreinni og heilsusamlegri sundlaug.

Hluti af vandamálinu að taka upp ósonhreinsun er að verkfræðingar og aðrir sundlaugahönnuðir þekkja ekki ósontæknina. Sumar uppsetningar af ósonhreinsun, sérstaklega kerfi sem sett voru upp fyrir 10-15 árum þjáðust af tæknivandamálum sem nú er búið að leysa. Þótt að ósonkerfi hafi verið notuð víða um heim síðan 1950 hafa sundlaugar reytt sig á klórhreinsun og þar af leiðandi hafa verkfræðingar, hönnuðir og aðrir tæknimenn sérhæft sig í klórhreinsun og það þarf því að uppfræða þá um hvernig nota eigi óson til hreinsunar á sundlaugum. Þegar ósonhreinsun á sundlaug hefur verið sett rétt upp er hægt að sannfæra þá og aðra eftirlitsaðila um að ósonhreinsun virkar.

Lesa má nánar um hættur klórhreinsunar og ósonhreinsun sem raunhæfa lausn í þessari grein eftir Allan Finney

Svæði

Raf ehf | Bæjarhrauni 20 | 220 Hafnarfirði | Tel: +354 462 6400 | raf@rafehf.is

Staðsetning