Skömmtunarstöð Raf-IBL-600 er aukabúnaður Raf-BL blöndunarkerfis til að skammta íblöndunarefnum út í blöndun sprautuvélar. Íblöndunarefnisskammturinn er vaktaður við hverja blöndun og byrtir mælingu á snertiskjá blöndunarkerfis. Möguleiki er á skráningu notkunar íblöndunarefna í skráningarkerfið SpGraf.
Kerfið hrærir ekki út íblöndunarefni heldur sér einungis um að skammta úthrærðu íblöndunarefni úr 660 lítra forðakari.
Íblöndunarefnin eru hrærð út í vatni handvirkt eða með hrærutank.
Kostir skömmtunarstöðvar
- Auðvelt í þrifum
- Nákvæm skömmtun á íblöndunarefnum
- Skömmtunarmagn vaktað
- Hlutfall efnis í pækilblöndu stillanlegt
- Möguleiki á skráningu notkunar íblöndunarefna.