Flýtilyklar
Sprautuvélarkerfi
Sprautuvél
Sprautuvél Raf - S900 er vél sem hefur sérstaklega verið hönnuð til sprautunar á fiskafurðum með það að markmiði að hámarka nýtingu og gæði afurðarinnar.
Þessum markmiðum er náð fram með nýjustu tækni sem geri notandanum kleift að stjórna vélinni á nákvæman og skilvirkan hátt.
Kostir sprautuvélar
- Hámarks nákvæmni á sprautuþrýstingi sem skilar betri afurð og aukinni nýtni.
- Uppskriftakerfi á vinnsluaðferðum sem heldur utan um stillingar á vélinni sem tryggir hámarks nýtingu í hverjum afurðaflokki.
- 924 grannar nálar sem sprauta þétt í afurðina sem skilar jafnari þyngingu og betra útliti eftir sprautun.
- Vélin er auðveld og þægileg í þrifum.
- Skilvirkur og notendavænn stjórnbúnaður sem fer fram á litasnertiskjá vélar.
- Skráningarkerfi fyrir vinnslu sprautuvélar (SpGraf)
- Fjartenging við stýribúnað vélar, fjarþjónusta
- Íslenskt stýrikerfi.
Aukabúnaður
Sprautuvél Raf S-900 hefur möguleika á ýmsum aukabúnaði og er vélin og aukabúnaðurinn fullkomlega samhæfð í virkni og stjórn.
- Pækilframleiðsla
- Pækilblöndunarbúnaður fyrir sprautuvél með eða án íblöndunarefna
- Pækilblöndunarbúnaður fyrir kör eftir sprautuvél
- Færiband tengt blöndunarkerfi sem skammtar fisk í kör
- Kælikerfi fyrir pækilhringrás vélar
- Sprautuhaus og nálar til sprautunar á flöttum fisk
- Lyftubúnaður fyrir nálarhaus
- Þvottastandur fyrir nálarhaus og nálar
- Aukabúnaður til próteinsprautunar